Stíflan tæmd

Brynjar Gauti

Stíflan tæmd

Kaupa Í körfu

VATNI hefur verið hleypt af Árbæjarstíflunni í Elliðaánum undanfarna daga svo lónið er nánast horfið og sjá má leirborinn stíflubotninn. Það er árviss viðburður að botnlokur stíflunnar eru opnaðar og vatni hleypt af stíflunni til þess að gera laxinum kleift að ganga upp í efri hluta Elliðaánna. Á haustin er svo aftur safnað vatni í stífluna til að hægt sé að framleiða rafmagn í virkjuninni veturinn á eftir. Hún framleiðir rúmlega þrjú megavött eins og Elliðaárvirkjun hefur gert allt frá því starfræksla hennar hófst árið 1921, fyrir nær eitt hundrað árum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar