Þjónustusamningur milli SÁÁ og ríkisins

Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Þjónustusamningur milli SÁÁ og ríkisins

Kaupa Í körfu

SIV Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra og Arnþór Jónsson, varaformaður SÁÁ, undirrituðu í gær samkomulag um framlengingu þjónustusamnings milli heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins og fjármálaráðuneytisins annars vegar og Samtaka áhugafólks um áfengisvandann (SÁÁ) hins vegar. Eldri þjónustusamningur um rekstur sjúkrasviðs SÁÁ var þar með framlengdur til loka þessa árs. Fjármálaráðherra mun síðan staðfesta samninginn með undirskrift sinni. MYNDATEXTI: Undirritun - Siv Friðleifsdóttir og Arnþór Jónsson staðfestu framlengingu þjónustusamningsins milli SÁÁ og ríkisins. Einnig var gert samkomulag um eingreiðslu upp á 80 milljónir til að mæta þörfum samtakanna.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar