Ásdís Einarsdóttir

Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Ásdís Einarsdóttir

Kaupa Í körfu

Á MILLI níu og tíu þúsund Íslendingar lifa í dag með krabbameini en lífslíkur þeirra og lífsgæði eru oft mun betri en almenningur gerir sér grein fyrir. Þetta er meðal þess sem fjallað verður um á fræðslufundi Lionshreyfingarinnar um krabbamein sem haldinn verður í sal 5 á Hótel Loftleiðum klukkan 17 í dag. Ásdís Einarsdóttir kennari mun á fundinum halda fyrirlestur um hvernig það er að lifa með krabbameini. MYNDATEXTI: Ásdís - "Mér líður stundum eins og frambjóðanda í kosningum þegar ég þarf að sitja fyrir svörum um veikindi mín."

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar