Flóamarkaður undirbúinn hjá eldri borgurum á Vesturgötu

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Flóamarkaður undirbúinn hjá eldri borgurum á Vesturgötu

Kaupa Í körfu

Það er alltaf svaka stemning hér á flóamarkaðinum okkar og allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hér kennir ýmissa grasa fyrir fólk á öllum aldri, bæði í fatnaði, húsgögnum, hlutum og nánast hverju sem er. Og þar sem tískan fer alltaf í hringi þá getur verið gaman að gramsa í gömlum flíkum og finna eitthvað sem er komið aftur í tísku," segir Halldóra Guðmundsdóttir, verkefnisstjóri í Félagsmiðstöðinni á Vesturgötu, en hún er ein aðal flóin í undirbúningi fyrir flóamarkað þann sem undanfarið hefur verið haldinn annað hvert ár í miðstöðinni. MYNDATEXTI: Stuð - Halldóra og Guðrún skelltu sér í bleika kjóla og mátuðu hárþurrkur á flóamarkaðinum í Félagsmiðstöðinni á Vesturgötu en þar hefur markaðurinn verið haldinn annað hvert ár.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar