Lestrarmaraþon í Menntaskólanum Hraðbraut

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Lestrarmaraþon í Menntaskólanum Hraðbraut

Kaupa Í körfu

NEMENDUR á lokaári Menntaskólans Hraðbrautar hófu lestrarmaraþon í gærmorgun, sem standa átti í sólarhring. Markmiðið var að safna áheitum fyrir utanlandsferð hópsins. Einn nemendanna, Tinna Borg Arnfinnsdóttir, sagði söfnunina hafa gengið vel en leitað var til fyrirtækja og annarra velunnara. "Við erum komin með ágæta upphæð," sagði Tinna en þau tóku til lestrar námsbækur í öllum fögum komandi prófa. Til að þau sofnuðu ekki yfir bókunum eða slægju af fengu þau kennara og foreldra til yfirsetu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar