Hárgreiðslunemar heiðraðir

Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Hárgreiðslunemar heiðraðir

Kaupa Í körfu

HARPA Dröfn Skúladóttir og Sigurbjörg Halldórsdóttir unnu til verðlauna í hárgreiðslukeppni IAHS sem fram fór dagana 26.–30. apríl í Gautaborg í Svíþjóð. IAHS eru alþjóðleg samtök hársnyrtiskóla og í Gautaborg voru samankomnir nemendur og kennarar frá ýmsum hársnyrtiskólum í Svíþjóð, Noregi, Finnlandi, Danmörku, Englandi, Íslandi, Kóreu og Ástralíu til að kynnast innbyrðis og keppa í fjórum greinum hársnyrtifagsins. þær Harpa Dröfn Skúladóttir og Sigurbjörg Halldórsdóttir fóru ásamt einum kennara, Ragnheiði Bjarnadóttur úr hársnyrtideild Iðnskólans í Reykjavík. Harpa Dröfn keppti í tískuklippingu og lit herra (street fashion) og hreppti 2. sætið en Sigurbjörg keppti í Jackie Bournes' Avant Garde Design, sem eru miklar og tígulegar uppgreiðslur á síðu hári, og lenti hún í 3. sæti. MYNDATEXTIStolt Baldur Gíslason, skólameistari Iðnskólans, Ragnheiður Bjarnardóttir, brautarstjóri hársnyrtideildar ásamt þeim Sigurbjörgu Halldórsdóttur og Hörpu Dröfn Skúladóttur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar