Blaðamannafundur eldri borgara

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Blaðamannafundur eldri borgara

Kaupa Í körfu

"VIÐ KUNNUM ekki við að staðhæfingum sé beinlínis snúið við," sagði Ólafur Ólafsson, formaður Landssambands eldri borgara, á fundi með fjölmiðlamönnum í gær. Ólafur boðaði til fundarins þar sem hann telur að annað sé vart hægt en að leiðrétta fullyrðingar stjórnarþingmanna um staðreyndir. "Hvað eftir annað heyrir maður sagt að skattbyrði hafi minnkað, og við höfum svo margoft bent á að það sé alls ekki satt," sagði Ólafur. "Þar höfum við bakvið okkur ríkisskattstjóra, hagstofuna og fræðimenn í HÍ." MYNDATEXTI: Sýnikennsla - Ólafur Ólafsson, formaður Landssambands eldri borgara, var ómyrkur í máli er hann sýndi fram á villandi tölur stjórnarþingmanna.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar