Sólstöðuhátíð

Sólstöðuhátíð

Kaupa Í körfu

Sólstöðuhátíð í Tjarnarbíói "Jólin eru hátíð fólksins" Í KVÖLD verða haldnir sérstakir tónleikar í Tjarnarbíói til að fagna vetrarsólstöðum en 21. desember er sól sem kunnugt er stystan tíma á lofti. Tónleikarnir eru rokkkyns en sveitirnar sem leika eru Forgarður helvítis (sem mun gefa út nýja plötu næsta haust og mun eingöngu leika ný lög á tónleikunum), Sólstafir (leika svartþungarokk), I Adapt (leika melódískt pönk), Múspell (svartþungarokkssveit sem heldur eina tónleika á ári), Changer (þungarokk), Myrk (svartþungarokkssveit sem áður kallaðist Mictian) og Delta 9 (sem er slagverksverkefni). MYNDATEXTI. Addi úr Sólstöfum, Siggi úr Forgarðinum og Birkir úr I Adapt, tilbúnir í jólarokkið!

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar