Lögreglan í Reykjavík

Lögreglan í Reykjavík

Kaupa Í körfu

ÞÓTT ofbeldi gegn lögreglumönnum hafi minnkað síðasta áratuginn eða svo, vill ríkislögreglustjóri eigi að síður bregðast við því ofbeldi sem lögreglumenn verða fyrir og hefur þegar verið gripið til aðgerða á vissum sviðum. Ný rannsókn fyrir ríkislögreglustjóraembættið á ofbeldi gegn lögreglu var kynnt í gær og kemur þar fram að tilkynntum ofbeldisbrotum gegn lögreglu hefur fækkað á ársgrundvelli úr 212 í 147 á árabilinu 1998-2005. MYNDATEXTI: Hætta - Lögreglustöðin sjálf er hinn dæmigerði vettvangur þar sem lögreglumenn verða fyrir ofbeldi. Það kann að vera skýringin á því að hér eru fjórir lögreglumenn að tjónka við ölvaðan karlmann.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar