Örn Ingi Gíslason

Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson

Örn Ingi Gíslason

Kaupa Í körfu

ÞAÐ er hversdagslegur atburður að lágvaxinn, alskeggjaður maður gangi út úr bankastofnun, en varla daglegt brauð að einhver segi upp tryggu starfi í banka og snúi sér að listsköpun upp á fjárhagslega von og óvon. Fyrir nákvæmlega þrjátíu árum - 17. janúar árið 1977 - gerðist þó hvort tveggja; Örn Ingi Gíslason, lágvaxinn og alskeggjaður, hætti eftir ellefu ára starf í Landsbankanum á Akureyri og ákvað að hafa listina að lifibrauði upp frá því. Hann hefur oft verið auralítill síðan; stundum verið tómarúm í veskinu, eins og hann tekur til orða, en Erni Inga hefur tekist ætlunarverkið, stundum að því er virðist með yfirnáttúrulegum hætti.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar