Linda Norden listfræðingur

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Linda Norden listfræðingur

Kaupa Í körfu

YFIRGRIPSMESTA sýning sem sett hefur verið upp á verkum Roni Horn á Norðurlöndum verður opnuð í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi í dag. Á sýningunni eru ljósmyndir, þrívíð verk, teikningar, bækur og glerverk valin í samvinnu við listamanninn, sem endurspegla bæði náið samband hennar við Ísland og varpa ljósi á feril hennar. Roni Horn kom fyrst til Íslands sem ungur listnemi fyrir rösklega 25 árum. Hún hefur ferðast meira um landið en flestir Íslendingar og hefur sótt innblástur í óspillta náttúru í mörgum af sínum þekktustu verkum. Skemmst er að minnast Vatnasafnsins í Stykkishólmi, sem opnað var 5. maí síðastliðinn, skúlptúrinnsetningar með glersúlum sem geymir vatn úr 24 íslenskum jöklum. Linda Norden listfræðingur og safnstjóri heldur fyrirlestur á ensku um verk Roni Horn í Hafnarhúsinu á morgun klukkan 14 og er hún fyrst spurð út í heiti sýningarinnar, My Oz og þýðingu þess MYNDATEXTI Á yfirlitssýningunni um Roni Horn eru meðal annars ljósmyndir, þrívíð verk og teikningar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar