Orgelsjóður og útsýnisskífa

Jón Sigurðsson

Orgelsjóður og útsýnisskífa

Kaupa Í körfu

Blönduós | Félagar í Lionsklúbbi Blönduóss styðja tvö samfélagsverkefni á þessu ári. Orgelsjóði Blönduóskirkju eru veittar 170.000 kr. til kaupa á nýju pípuorgeli í kirkjuna. Gjöfin er gefin til minningar um góðan félaga klúbbsins, Grím Gíslason, sem nýlega er látinn. MYNDATEXTI Gjafir Lionsmenn á Blönduósi afhentu fulltrúum Blönduóskirkju, þeim Hilmari Kristjánssyni, formanni sóknarnefndar, og sóknarprestinum sr. Sveinbirni Einarssyni, gjöfina við útsýnisskífuna við Draugagilið. Talið frá vinstri: Stefán Á. Jónsson, Sveinbjörn R. Einarsson, Hilmar Kristjánsson, Magnús Ólafsson, formaður Lionsklúbbs Blönduóss, og Valbjörn Steingrímsson. Í baksýn er Blönduósbær og svo miklu fleiri staðir sem menn geta komist að einfaldlega með því að notfæra sér útsýnisskífuna.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar