Hraun í Öxnadal friðlýst

Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson

Hraun í Öxnadal friðlýst

Kaupa Í körfu

JÓNÍNA Bjartmarz umhverfisráðherra friðlýsti í gær hluta jarðarinnar Hrauns í Öxnadal sem fólkvang, svo og Arnarnesstrýtur á botni Eyjafjarðar. Arnarnesstrýtur, sem fundust fyrir aðeins þremur árum, eru friðlýstar til að vernda megi einstök náttúrufyrirbrigði sem felast í myndun hverastrýtnanna, efnasamsetningu, útliti og lögun ásamt lífríki, þar með talin örveruvistkerfi sem þar þrífast við óvenjulegar aðstæður. Hverastrýturnar eru allt að 10 metra háar og standa á 25 til 45 metra dýpi

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar