Matgæðingar í Listaháskólanum

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Matgæðingar í Listaháskólanum

Kaupa Í körfu

Andrúmsloftið í Listaháskólanum hefur tekið stakkaskiptum eftir að farið var að töfra fram hollmeti fyrir verðandi hönnuði, listamenn og starfsfólk. Jóhanna Ingvarsdóttir hitti stöllurnar sem standa fyrir breytingunni. Við erum öll mjög glöð með nýja mötuneytið og líður afskaplega vel. Við lögðum talsvert á okkur til að þrýsta á um að fá mötuneyti í skólann. Það tókst að lokum og nú eru allir í miklu betra skapi en áður því við þurfum ekki lengur að nærast á samlokuruslinu í sjoppunum hér í kring. Auk þess skapar þetta svo skemmtilega stemningu hér," sagði Jóhannes Þórðarson, deildarforseti í Listaháskóla Íslands við Skipholt, sem var að gæða sér á afar girnilegu Sumarlegu salati, brauði og viðbiti ásamt fjölda annarra nemenda og kennara við arkitekta- og hönnunardeildir Listaháskóla Íslands í Skipholti 1 þegar Daglegt líf kíkti í heimsókn fyrir skömmu. Andrúmsloftið í skólanum hefur tekið talsverðum stakkaskiptum eftir að vinkonurnar og matgæðingarnir Margrét Þóra Þorláksdóttir og Andrea Guðmundsdóttir tóku að sér að töfra fram hollmeti fyrir verðandi hönnuði, sem nú sitja á skólabekk í Listaháskólanum, kennara og skrifstofufólk MYNDATEXTI Matseljurnar Vinkonurnar og meistarakokkarnir Margrét Þóra Þorláksdóttir og Andrea Guðmundsdóttir töfra fram gómsæta rétti fyrir listnema og starfsfólk Listaháskólans.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar