Hesthús í Víðidal

Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Hesthús í Víðidal

Kaupa Í körfu

hesthúshverfinu í Víðidalnum hefur fjölskylda byggt um 350 fermetra hesthús með hestasundlaug, hlaupabretti fyrir hesta og að auki um hundrað fermetra íbúð þar sem fjölskyldan býr. Laila Sæunn Pétursdóttir kíkti í heimsókn og skoða herlegheitin Arna Rúnarsdóttir og Helgi Leifur Sigmarsson ákváðu fyrir rúmu einu og hálfu ári að byggja stórt hesthús þar sem aðstaða væri fyrir sundlaug og aðra leikfimiaðstöðu fyrir hesta. Þau keyptu þá hesthús í Víðidal en létu rífa það og byggðu þetta stóra hesthús á lóðinni. "Ég las grein um hestasundlaugar fyrir nokkrum árum og frá því hætti ég ekki að hugsa um þetta fyrr en við létum það verða að veruleika. Víðidalurinn er sérlega hentugur staður því hér eru náttúrlega allir hestarnir – flestir hestar í heimi á einum stað." MYNDATEXTI Á göngubrettinu Hesturinn er teymdur og fer á feti til að styrkja vöðvana.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar