Leikritið Gyðjan sýnt í varðskipinu Óðni / Listahátíð í Reykjav

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Leikritið Gyðjan sýnt í varðskipinu Óðni / Listahátíð í Reykjav

Kaupa Í körfu

Það voru margir sultardroparnir sem féllu þegar áhorfendur biðu eftir að ganga um borð í varðskipið Óðin við Reykjavíkurhöfn í gærkvöldi til að sjá sýninguna Gyðjuna í vélinni. Fáir fundu samt fyrir kuldanum því spennan fyrir því að sjá hvaða gjörningur biði í skipinu var honum yfirsterkari. Áhorfendum var skipt í fjóra hópa á bryggjunni, nefnda eftir árstíðunum. Ungar snótir leiddu síðan hver sinn hóp um skipið og útskýrðu hvað fyrir varð en ýmsar uppákomur biðu víðs vegar og var hvert skúmaskot vel nýtt. Blaðamanni fannst sýningin mikil upplifun og svalaði um leið vissri forvitni um hvernig er innanborðs í varðskipinu. Það er Vatnadansmeyjafélagið Hrafnhildur sem hefur sett upp Gyðjuna í vélinni í tengslum við Listahátíð í Reykjavík sem var sett í gær. Sýningin er blanda af leiksýningu og gjörningi þar sem brugðið er upp táknmyndum af konunni gegnum árþúsundir og saga hennar og samhengi viðrað á nýstárlegan hátt. MYNDATEXTI Lúðrasveit Davíð Þór Jónsson sér um tónlist og hljóð í verkinu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar