KR - Fylkir 1:0

KR - Fylkir 1:0

Kaupa Í körfu

ÞAÐ var elsti og reyndasti maðurinn á KR-vellinum í gær sem gerði útslagið um hvar stigin féllu í rokleik KR og Fylkis. Kristján Finnbogason lék sinn 400. mótsleik fyrir KR og þessi tæplega 35 ára gamli reynslubolti steig ekki feilspor í vítateig Vesturbæinga. Hann fleytti þeim yfir erfiðustu hjallana gegn frískum Fylkismönnum og sá til þess að mark Tryggva Bjarnasonar á 28. mínútu nægði KR til að innbyrða sigur, 1:0, og styrkja stöðu sína í deildinni. Ekki sanngjörn úrslit þegar litið er á leikinn í heild en Árbæingar, sem töpuðu sínum fyrstu stigum í deildinni í ár sáu ekki við Kristjáni. Nema einu sinni en þá skaut Eyjólfur Héðinsson í stöng MYNDATEXTI Fylkismaðurinn Páll Einarsson hefur hér betur gegn KR-ingnum Dalibor Pauletic á KR-velli í gær.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar