Heilsuvika ,

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Heilsuvika ,

Kaupa Í körfu

HEILSUVIKU lauk í Vesturbæjarskóla í gær. Meðan á henni stóð var lögð áhersla á fjóra þætti; hreyfingu, mataræði, öryggi í íþróttum og geðheilbrigði. Hvern dag vikunnar var dagskrá helguð efninu. Bekkirnir unnu verkefni, fóru í heimsóknir og fengu gesti. Í gærmorgun hjálpuðu nemendur í sjöunda bekk Árna Þór Arnórssyni, matreiðslumeistara skólans, að undirbúa hlaðborð í hádeginu þar sem vitaskuld var lögð áhersla á hollustu. Hér fylgjast Hrefna Birna Björnsdóttir umsjónarkennari og nokkrir nemendur með Árna Þór gera grein fyrir krásunum á hlaðborðinu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar