Urriðaholt

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Urriðaholt

Kaupa Í körfu

Deiliskipulag vesturhluta Urriðaholts var samþykkt í skipulagsnefnd og bæjarstjórn Garðabæjar síðast liðinn fimmtudag. Samkvæmt rammaskipulagi er þar gert ráð fyrir um 1.630 íbúða byggð í blandaðri byggð sérbýlis- og fjölbýlishúsa fyrir utan uppbyggingu húsnæðis fyrir starfsemi á sviði umhverfis og menningar, regluheimili Oddfellow-reglunnar og þjónustustofnanir. Ennfremur verður þar skrifstofu- og þjónustuhúsnæði í sérstöku viðskiptahverfi norðanvert í Urriðaholti. Gert er ráð fyrir að íbúar í fullbyggðu Urriðaholti geti orðið um 4.400 og þar munu og starfa um 8.000 til 10.000 manns. Rammaskipulagið nær til Urriðaholts, það er holtsins austan Urriðakotsvatns, hluta vatnsins og votlendis umhverfis það, og er lögð áhersla á staðaranda og áhugavert og traust umhverfi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar