Listahátíð 2007

Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Listahátíð 2007

Kaupa Í körfu

Það var mikið líf og fjör í Reykjavík um helgina og góð stemning sveif yfir vötnum. Fernt kom til: kosningar, Evróvisjón, Listahátíð í Reykjavík og síðast en ekki síst gott veður. Listahátíð fór sérstaklega vel af stað með franska götuleikhúsinu Royal de Luxe. Þar var um að ræða listform sem virtist höfða til allra, hvort sem um var að ræða börn eða fullorðna, "menningarvita" eða aðra. Risessurnar voru skemmtilegar og þannig gerðar að maður var jafnvel tilbúinn að gleyma því um tíma að þarna var um að ræða brúður en ekki raunverulega risa. MYNDATEXTI: Sérstakt - Nokkrar ungar stúlkur virða fyrir sér hið undarlega listaverk sem stendur á horni Skólavörðustígs og Njarðargötu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar