Hestamenn koma ríðandi á kjörstað

Hestamenn koma ríðandi á kjörstað

Kaupa Í körfu

Íbúar í Vatnsendahverfinu í Kópavogi hafa það fyrir hefð að mæta á kjörstað á hestbaki. Gerði hestafólkið þetta fyrst fyrir Alþingiskosningarnar 2003 en síðan aftur fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í fyrra. Á kjördag nú mættu um 40 manns á hestum til að kjósa í Vatnsendaskóla og að því loknu var riðinn hringur í kringum Elliðavatn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar