KEA

Kristján Kristjánsson

KEA

Kaupa Í körfu

KEA úthlutaði í gær styrkjum í tveimur flokkum Menningar- og viðurkenningarsjóðs félagsins. Úthlutað var tæpum 4 milljónum kr. samtals, til 22 einstaklinga og félaga. Annars vegar er um að ræða styrki sem veittir eru ungu afreksfólki á sviði mennta, lista og íþrótta. Styrkirnir komu í hlut fjórtán einstaklinga, 225 þúsund eða 125 þúsund á mann. Hins vegar er um að ræða íþróttastyrki. Var þeim úthlutað til átta einstaklinga og félaga. Hæsti styrkurinn, 500 þúsund kr., kom í hlut Nökkva, félags siglingamanna á Akureyri, til kaupa á seglbátum og til að bæta aðstöðu. Alls sóttu 29 um íþróttastyrkina og 49 um styrki í flokki ungs afreksfólks. Halldór Jóhannsson, framkvæmdastjóri KEA, afhenti styrkina við athöfn í gær MYNDATEXTI Stuðningur Styrkþegar ásamt Halldóri Jóhannssyni framkvæmdastjóra og Hannesi Karlssyni stjórnarformanni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar