Afmæli í sundlauginni í Stykkishólmi

Fréttaritari/Gunnlaugur Árnason

Afmæli í sundlauginni í Stykkishólmi

Kaupa Í körfu

Dagfríður Ósk Gunnarsdóttir býr í Grundarfirði og hélt upp á átta ára afmælið 18. janúar sl. Það telst í sjálfu sér ekki fréttnæmt að eiga afmæli og halda upp á daginn. En hún vildi koma gestum sínum á óvart.Hún bauð bekkjarsystrum sínum í afmælið og áttu þær að hafa með sér sundföt og meira var ekki sagt. Þegar gestirnir mættu beið þeirra skólabíllinn og þeim sagt að ferðinni væri heitið inn í Stykkishólm. Þar var þeim boðið í nýju sundlaugina. Þangað höfðu þær ekki komið áður og höfðu gaman af að komast í svo stóra sundlaug og faðir Dagfríðar, Gunnar Kristjánsson, stjórnaði afmælisveislunni. Heitu pottarnir og vaðlaugin heilluðu, en því miður var rennibrautin lokuð en hún freistar þeirra ungu

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar