Borgarleikhúsið

Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Borgarleikhúsið

Kaupa Í körfu

ANNA Kisselgoff er án efa kunnasti dansgagnrýnandi heims, og skrifaði um danslistina í New York Times í áratugi, þar til hún lét af því starfi í fyrra. Hún þekktist boð um að koma hingað til lands til að sjá sýningu Helga Tómassonar og San Francisco-ballettsins, og notar tækifærið til að skrifa um hana fyrir veftímaritið Voice of Dance. Anna Kisselgoff spáði Helga Tómassyni strax miklum frama, þegar hann kom fyrst fram í New York um 1970, og þeir sem hafa fylgst með ferli hans, hafa oftar en ekki gert það gegnum skrif hennar. Fyrir þau skrif og tengsl við íslenska danslist fékk hún riddarakross fálkaorðunnar árið 2002. Stjórn Leikfélags Reykjavíkur bauð Önnu í hádegisverð í gær, þar sem rætt var um kynni hennar af Helga, þróun danslistarinnar og gagnrýni. myndatexti Dansgagnrýnandinn Inga Jóna Þórðardóttir stjórnarformaður LR, Guðjón Pedersen leikhússtjóri og Anna Kisselgoff dansgagnrýnandi, en hún spáði Helga Tómassyni miklum frama við upphaf ferils hans í New York um 1970.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar