Garðasókn

Jón Svavarsson

Garðasókn

Kaupa Í körfu

Séra Friðrik var settur inn í embætti í Garðakirkju á sunnudaginn af séra Gunnari Kristjánssyni prófasti í Kjalarnesprófastsdæmi. Séra Gunnar sagðist, í samtali við Morgunblaðið, hafa kynnt hinn nýja prest fyrir söfnuðinum og að því loknu hefði séra Friðrik prédikað. Hann sagði að Garðaprestakall væri eitt fjölmennasta prestakall Kjalarnesprófastsdæmis með um 10.000 sóknarbörn, aðeins Hafnarfjarðarprestakall væri fjölmennara, en það telur um 13.000 sóknarbörn. MYNDATEXTI: Nýr prestur í Garðaprestakalli, séra Friðrik J. Hjartar hefur verið skipaður í embætti prests í Garðaprestakalli. Séra Gunnar Kristjánsson prófastur, Séra Friðrik Hjartar, Nanna Guðrún Zoëga djákni og Séra Hans Markús Hafsteinsson sóknarprestur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar