Stjórnarmyndunarviðræður

Sverrir Vilhelmsson

Stjórnarmyndunarviðræður

Kaupa Í körfu

"VIÐ erum ekki búin að loka málinu enn þá," sagði Geir H. Haarde þegar hann gekk af stjórnarmyndunarfundi í Ráðherrabústaðnum í gær. Geir og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir funduðu í rúma þrjá tíma í gær ásamt þeim Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur og Össuri Skarphéðinssyni um stjórnarmyndun Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Ingibjörg Sólrún sagði að vel færi á með þeim Geir og ekki væri mikið eftir af viðræðunum, þótt allt tæki þetta sinn tíma. Enn væri verið að huga að orðalagi stjórnarsáttmálans. MYNDATEXTI: Viðræður - Geir H. Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ræddu við fréttamenn að loknum fundi sínum í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Þau reikna með að ræðast áfram við í dag.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar