FSA

Skapti Hallgrímsson

FSA

Kaupa Í körfu

UM það bil 90% hjúkrunarfræðinga við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri (FSA) skrifuðu undir áskorun, sem forstjóra stofnunarinnar var afhent í gær, þar sem farið er fram á tafarlausa lagfæringu launa. Þóra Ester Bragadóttir, trúnaðarmaður hjúkrunarfræðinganna, sagði í gær að 156 hefðu skrifað undir listann en aðrir væru fjarverandi í einhvers konar orlofi. MYNDATEXTI: Vilja lagfæringu - Þóra Ester Bragadóttir, trúnaðarmaður hjúkrunarfræðinga á FSA, með undirskriftarlista með nöfnum hjúkrunarfræðinganna 156. Halldór Jónsson, forstjóri FSA, til hægri, veitti þeim viðtöku.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar