Botnótt lömb

Atli Vigfússon

Botnótt lömb

Kaupa Í körfu

Þingeyjarsveit | Sauðburðurinn er jafnan skemmtilegasti tími ársins, sérstaklega í huga barnanna sem þykir gaman að fylgjast með lömbunum þegar þau fæðast. Litadýrð í lambfénu gerir sauðburðinn enn meira spennandi og sumir safna litum þótt víða séu hjarðir að verða nær alveg hvítar. Systurnar í Lyngbrekku í Reykjadal, þær Kristín Margrét og Hildigunnur Jónsdætur, búa með mikið af marglitu fé og því fylgir alltaf eftirvænting að sjá hvað litir koma í hvert sinn sem ær ber lömbum. MYNDATEXTI: Litur - Systurnar Kristín Margrét (t.v.) og Hildigunnur ásamt börnunum Jóni Aðalsteini Hermannssyni og Lenu Kristínu Hermannsdóttur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar