Bruni við Stafnes

Reynir Sveinsson

Bruni við Stafnes

Kaupa Í körfu

Sandgerði | Talið er að kveikt hafi verið í húsi sunnan við Stafnes í fyrradag. Húsið eyðilagðist. Slökkvilið Sandgerðis var kallað út tuttugu mínútur fyrir átta í fyrrakvöld. Tilkynnt var um mikinn eld í húsi sem þar stendur á gömlu urðunarsvæði varnarliðsins, við Ósabotnaveginn til Hafna. Þegar slökkviliðið kom á staðinn var húsið alelda. Kallað var eftir aðstoð frá Brunavörnum Suðurnesja. MYNDATEXTI: Slökkvistarf - Slökkviliðsmenn voru lengi að slökkva síðustu glæðurnar. Þurfti að rífa járnið af húsinu til þess að þeir kæmust að þeim.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar