Jón Karl Helgason

Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Jón Karl Helgason

Kaupa Í körfu

Síðustu daga hef ég verið að lesa skáldsöguna Storm eftir Einar Kárason og ljóð Ingibjargar Haraldsdóttur. Á undanförnum árum hafa menn sagt að í myndlistinni hafi sýningarstjórar tekið við aðalhlutverkinu af myndlistarmönnunum, þeir fyrrnefndu noti verk þeirra síðarnefndu til að búa til sínar eigin "innsetningar". Í Stormi dregur Einar upp skemmtilega mynd af sambærilegri tilhneigingu á ritstjórnarskrifstofu ímyndaðs forlags í Reykjavík þar sem starfsmenn telja sig geta sett saman pottþétta metsölubók og vantar bara heppilega höfundartýpu til að gangast við verkinu. Bjórsvelgurinn Eyvindur Jónsson, öðru nafni Stormur, er dubbaður upp í hlutverkið. Ég hef síðan flúið karlrembuveröld Storms inn í magnaðan ljóðheim Ingibjargar Haraldsdóttur en í næsta mánuði verð ég meðal spyrjenda á ritþingi Gerðubergs um verk hennar. Þar sem ég fór í ferðalag til Kúbu fyrr á árinu hef ég heillast sérstaklega af Kúbuljóðum fyrstu ljóðabókanna þar sem sæt blómin bera þungan ilm "af blóði og sykri" Ég þykist meira að segja hafa borið kennsl á stytturnar sem Ingibjörg segir að nauðsynlegt sé að reisa til að fólk gleymi ekki fyrirmyndunum. "En hefur nokkrum dottið í hug," bætir hún við, "að spyrja stytturnar hvort þær muni eftir fólkinu?" Jón Karl Helgason bókmenntafræðingur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar