Rusl

Eyþór Árnason

Rusl

Kaupa Í körfu

FÆSTIR eru svo sóðalegir að þeir kasti heimilissorpinu út um eldhúsgluggann eða losi sig við gömul húsgögn með því að setja þau út í garð hjá nágrannanum. Það eru hins vegar ótrúlega margir sem sjá hreint ekkert athugavert við að henda sígarettustubbum, hálfétnum hamborgurum, tómum gosflöskum og öðru sorpi út um bílgluggann. Þessir sóðalegu letingjar geta eignað sér stóran hluta af því rusli sem blasir við þegar ekið er um þjóðvegi og helstu umferðaræðar höfuðborgarsvæðisins en mikið hefur einnig fokið að vegunum, s.s. af flutningabílum og kerrum. MYNDATEXTI: Subbur - Fernur, bollar, bleiur, dósir, flöskur og sígarettupakkar. Allt fær að fjúka út um gluggann.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar