Fundur vegna Njálsgötuheimilis

Sverrir Vilhelmsson

Fundur vegna Njálsgötuheimilis

Kaupa Í körfu

VILHJÁLMUR Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri Reykjavíkur leggur til að stofnaður verði samstarfshópur með tveimur fulltrúum íbúa í nágrenni Njálsgötu 74 og tveimur fulltrúum borgarinnar til að fara yfir ólík sjónarmið um stofnun heimilis fyrir heimilislausa á Njálsgötu 74. Það sé skylda borgarinnar að fara yfir öll sjónarmið áður en tekin verði endanleg ákvörðun um hvort heimilið verði opnað á þessum stað eða ekki. Þetta kom fram í ræðu Vilhjálms á fundi um fyrirhugað heimili sem haldinn var í Austurbæjarskólanum í gær. MYNDATEXTI: Íbúafundur - Nágrannar fyrirhugaðs heimilis fyrir heimilislausa við Njálsgötu tjáðu skoðanir sínar tæpitungulaust á fundinum í Austurbæjarskóla og var nokkur hiti í fundarmönnum á stundum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar