Ný ríkisstjórn tekur við á Bessastöðum

Brynjar Gauti

Ný ríkisstjórn tekur við á Bessastöðum

Kaupa Í körfu

ANNAÐ ráðuneyti Geirs H. Haarde, ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks, tók við völdum á ríkisráðsfundi á Bessastöðum um miðjan dag í gær. Fyrr um daginn höfðu ráðherrar fráfarandi ríkisstjórnar fengið lausn frá störfum sínum. "Það er mjög mikilvægt fyrir okkur í svona nýju samstarfi að ná að kynnast vel og byggja upp traust á milli fólks," segir Geir í samtali við Morgunblaðið. MYNDATEXTI: Bjart yfir ráðherrum - Það gustaði um nýju ríkisstjórnina á tröppum Bessastaða í gær. Jóhanna Sigurðardóttir, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Geir H. Haarde og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Að baki þeim grillir í Þórunni Sveinbjarnardóttur, Guðlaug Þór Þórðarson og Kristján L. Möller.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar