Geir H. Haarde heiðursdoktor við Minnesotaháskóla

Geir H. Haarde heiðursdoktor við Minnesotaháskóla

Kaupa Í körfu

"Ég get sagt ykkur í fullum trúnaði að þetta hefur verið frábær dagur," sagði Geir H. Haarde, forsætisráðherra, þegar hann í gær var gerður að heiðursdoktor við Háskólann í Minnesota, aðeins þremur klukkustundum eftir að annað ráðuneyti hans, ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks, tók við völdum á ríkisráðsfundi á Bessastöðum. Það var Robert H. Bruininks, rektor Háskólans í Minnesota, sem lýsti kjöri Geirs við hátíðlega athöfn í Hátíðarsal Háskóla Íslands. MYNDATEXTI: Góður dagur hjá Geir - Geir H. Haarde, forsætisráðherra, var í gær gerður að heiðursdoktor við Háskólann í Minnesota. Rektor og einn deildarforseti háskólans, Robert H. Bruininks (t.v.) og James A. Parente, sveipuðu Geir skikkju til marks um viðurkenninguna sem honum hlotnaðist.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar