Fráfarandi Ríkisstjórn á Bessastöðum

Brynjar Gauti

Fráfarandi Ríkisstjórn á Bessastöðum

Kaupa Í körfu

FORMLEG stjórnarskipti fóru fram á ríkisráðsfundum á Bessastöðum í gær. Ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar undir forystu Geirs H. Haarde tók við völdum en ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks fór frá. Sjö nýir ráðherrar eru í ríkisstjórninni sem tók við völdum í gær. Stjórnarskiptin fóru fram með hefðbundnum hætti. Fráfarandi ríkisstjórn kom saman til fundar kl. 11 og að fundi loknum bauð Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, ráðherrum og mökum þeirra til hádegisverðar. MYNDATEXTI: Fráfarandi - Fyrst kom ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks til fundar við forseta Íslands á Bessastöðum, en hún lét af völdum í gær.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar