Nýr framhaldsskóli í Borgarnesi

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Nýr framhaldsskóli í Borgarnesi

Kaupa Í körfu

"Ég sá um daginn auglýsingu frá framhaldsskóla sem fyrirsögninni: "Góður framhaldsskóli gerir kröfur." Ég lét þá setja auglýsingu í blöðin með fyrirsögninni: "Góður nemandi gerir kröfur." Þótt orð Ársæls Guðmundssonar, skólameistara Menntaskóla Borgarfjarðar, gætu komið frá skörpum auglýsingahönnuði bera þau vitni um nokkuð annað og meira. Hinn nýi framhaldsskóli, sem hefja mun starfsemi í Borgarnesi nú í haust, byggist á hugmyndavinnu manna sem virðast staðráðnir í að feta sem flestar ótroðnar slóðir í skólamálum. Nám til stúdentsprófs tekur þrjú ár, öll kennsla verður fartölvuvædd og í stað hefðbundinna lokaprófa um jól og vor verður byggt á símati kennara MYNDATEXTI Óli Jón Gunnarsson frá Loftorku, verktakanum sem reisir skólahúsið og einum hluthafa skólans, ásamt Ársæli skólameistara.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar