Jónas Sen

Brynjar Gauti

Jónas Sen

Kaupa Í körfu

Einn dag í október fékk ég símtal frá Björk Guðmundsdóttur. Hún var stödd í snekkjunni sinni við Túnis og ég var nýbúinn að senda henni SMS sem hljómaði einhvern veginn svona: "Þátturinn var sýndur í fyrradag. Sástu hann? Þú varst bjútífúl..." Þetta var sjónvarpsþáttaröðin Tíu fingur sem ég átti við, en hún var undir minni umsjón. Björk var svo góð að segja nokkur orð í sjónvarpinu um Sigrúnu Eðvaldsdóttur fiðluleikara, sem fyrsti þátturinn fjallaði um. Sigrún var í strengjaoktettinum sem spilaði með Björk á leið hennar í kringum hnöttinn fyrir nokkrum árum og því tilvalið að fá hana í örstutt viðtal.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar