Krókódílar væntanlegir
Kaupa Í körfu
Krókódílainnflutningur enn í skoðun INNFLUTNINGUR á krókódílum hefur staðið til á Húsavík um nokkurt skeið og að sögn Reinhards Reynissonar bæjarstjóra Húsavíkur er um þessar mundir verið að vinna í að útvega þau gögn sem landbúnaðarráðuneytið hafi beðið um vegna hugsanlegs innflutnings. Myndatexti. Þetta skilti sem er að finna rétt sunnan Húsavíkur og svipar til umferðarskiltis gefur til kynna að krókódíla sé að vænta í bæinn innan skamms. ( Góða kvöldið, ég sendi hér mynd sem tekin er rétt sunnan Húsavíkur, hún er af skilti sem svipar til umferðarskiltis og stendur það í vegkantinum á þjóðvegi 85 . Myndin á skiltinu er framandi hér á landi því á henni er krókodíll og undirskilti sem stendur væntanlegir. Forsaga þessa skiltis er sennilega sú að Reinhard Reynisson bæjarstóri á Húsavík og Hrein Hjartarson veitustjóri voru/eru með hugmyndir að flytja inn þessi dýr og ala í affallsvatni frá orkustöðinni sóttu um leyfi til yfirdýralæknis. Mig skortir hugmyndaflug og hæfileika til að skrifa eitthvað um þetta og sendi því bara myndina sem þið getið notað ef áhugi er fyrir, nánari uppl. gætu sjálfsagt gefið þeir bæjar- og eða veitustjóri en Hreinn fékk þesa hugmynd í USA. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson)
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir