Myndlistaskólinn í Reykjavík

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Myndlistaskólinn í Reykjavík

Kaupa Í körfu

NÆSTA haust mun Myndlistaskólinn í Reykjavík bjóða upp á nýjan námsmöguleika, Mótun, í samvinnu við Iðnskólann í Reykjavík. Námið er til tveggja ára og er efnistengt, unnið í leir og önnur tengd efni. Nemendur hafa möguleika á því að fara að námi loknu í tveggja ára nám til viðbótar við keramikdeild Glasgow School of Art og útskrifast þaðan með BA-gráðu. MYNDATEXTI: Mótun - Frá vinstri: Brynhildur Pálsdóttir og Hrafnkell Birgisson vöruhönnuðir, Ingibjörg Jóhannsdóttir, Sólveig Aðalsteinsdóttir, núverandi deildarstjóri keramikdeildar. Á myndina vantar Ólöfu Erlu Bjarnadóttur leirkerasmið sem mun verða deildarstjóri hinnar nýju námsbrautar. Ofangreindir hafa lagt drög að námsskrá Mótunar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar