Íslensku bókmenntaverðlaunin afhent á Bessastöðum

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Íslensku bókmenntaverðlaunin afhent á Bessastöðum

Kaupa Í körfu

ÍSLENSKU bókmenntaverðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í gær. Verðlaunin hlutu að þessu sinni þeir Ólafur Jóhann Ólafsson fyrir bókina Aldingarðurinn í flokki fagurbókmennta og í flokki fræðirita og bóka almenns efnis varð Andri Snær Magnason hlutskarpastur fyrir bók sína Draumalandið. Þetta er í annað sinn sem Andri Snær hlýtur bókmenntaverðlaunin, en hann var verðlaunaður í flokki fagurbókmennta fyrir barnabók sína, Sagan af bláa hnettinum árið 1999. Eins og fram kom í máli forseta Íslands við athöfnina í gær mun þetta vera í fyrsta sinn sem rithöfundur hlýtur verðlaun í báðum flokkum. MYNDATEXTI Þeir Andri Snær Magnason og Ólafur Jóhann Ólafsson hlutu Íslensku bókmenntaverðlaunin 2006

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar