Sverrir Torfason í áheyrnarprufu

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Sverrir Torfason í áheyrnarprufu

Kaupa Í körfu

Það var ekkert stress í loftinu þegar ég leit inn á áheyrnarprufu fyrir nýtt strákaband sem fór fram í tónlistarskóla FÍH í gær. Sjö strákar sátu fyrir utan salinn og sögðu þeir mér að aðrir sjö væru búnir og farnir og því liti út fyrir ágæta þátttöku þar sem prufurnar stæðu til klukkan fimm um daginn. Það var sjálfur umboðsmaður Íslands, Einar Bárðarson, sem boðaði stráka á aldrinum 18-25 ára í þessar prufur með það í huga að setja saman fjögurra til fimm manna strákaband sem mun flytja blöndu af klassískri, trúar- og dægurtónlist. MYNDATEXTI: Prófið - Sverrir hló á meðan Kristjana og Einar horfðu alvarleg á tölvuskjáinn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar