Heilbrigðisráðherra kaupir fyrsta SÁÁ álfinn 2007

Heilbrigðisráðherra kaupir fyrsta SÁÁ álfinn 2007

Kaupa Í körfu

GUÐLAUGUR Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra keypti í gær fyrsta álfinn í árlegri álfasölu SÁÁ. Álfasalan hófst í gær og fer nú fram í 18. sinn. Verður öllum ágóða af sölunni varið til styrktar unglingadeildinni að Vogi, en þangað koma milli 200 og 300 unglingar yngri en 20 ára á hverju ári, samkvæmt upplýsingum frá SÁÁ. MYNDATEXTI: Álfasala - Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra keypti álf af Birtu Aradóttur en hún er ein fjölmargra sem leggja SÁÁ lið við söluna.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar