Setning Alþingis

Sverrir Vilhelmsson

Setning Alþingis

Kaupa Í körfu

ALÞINGI var sett í 134. skipti í gær. Þingsetningarathöfn hófst með guðsþjónustu í Dómkirkjunni og að henni lokinni gengu forseti Íslands, og biskup landsins, ráðherrar og alþingismenn til þinghússins þar sem forsetinn, Ólafur Ragnar Grímsson, setti þingið. Að lokinni ræðu forseta tók starfsaldursforsetinn, Jóhanna Sigurðardóttir, við stjórn þingstarfa. Undir stjórn Jóhönnu voru niðurstöður rannsóknar á kjörbréfum kynntar auk þess sem nýir þingmenn voru látnir skrifa undir drengskaparheit við stjórnarskrána. Nýir þingmenn eru 24 talsins, en 7 þeirra hafa áður vermt þingbekkina. MYNDATEXTI: Þingsetning : Menn voru léttir í spori á fyrsta degi nýs þings.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar