Bjartir dagar byrja

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Bjartir dagar byrja

Kaupa Í körfu

LISTA- og menningarhátíðin Bjartir dagar hófst í gærmorgun með söng fjögur hundruð hafnfirskra barna. Fjórðubekkingar úr öllum átta skólum Hafnarfjarðar tóku þátt í söngnum og fylktu liði hver frá sínum skóla. Þau fóru sem leið lá um bæinn í rjómablíðu og sungu á dvalarheimilinu Hrafnistu, á leikskólum og víðar. Klukkan tíu sameinuðust fylkingarnar allar á Thorsplani í miðbæ Hafnarfjarðar og sungu meðal annars átthagasöng Hafnfirðinga, Þú hýri Hafnarfjörður, en hann hefur hljómað við hátíðleg tækifæri í bænum síðustu sjötíu ár.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar