Bjarki Sigurðsson og Börkur Birgisson

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Bjarki Sigurðsson og Börkur Birgisson

Kaupa Í körfu

"SVEITIN var stofnuð í maí í fyrra þannig að hún er eins árs," segir Bjarki Sigurðsson, forsprakki hljómsveitarinnar B. Sig sem sendi nýverið frá sér sína fyrstu plötu, Good Morning Mr. Evening. Bjarki segir að drög að hljómsveitinni hafi hins vegar verið lögð í New York fyrir fjórum árum. "Drengirnir voru í Jagúar og ég var eitthvað að handboltast þannig að það var enginn tími. En svo var þetta neglt þegar ég var að fara í nám til Liverpool og þá fékk ég svolítið samviskubit yfir að vera að fara út því þá þurfti ég að bíða í ár eftir að koma heim og gera plötu með strákunum," segir Bjarki, en með honum í sveitinni eru bræðurnir Daði og Börkur Hrafn Birgissynir, oft kenndir við Jagúar, auk þeirra Inga Björns Ingasonar og Kristins Snæs Agnarssonar. MYNDATEXTI: Bjarki og Börkur - "Ég er mjög ánægður með að hafa af-djassað tvo í sveitinni," segir Bjarki, en þar á hann við þá bræður Börk Hrafn og Daða Birgissyni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar