Vestmannaeyjar

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Vestmannaeyjar

Kaupa Í körfu

Þetta er bara græðgi. Bara græðgi og ekkert annað og ég vona að Eyjamenn eigi eftir að berja þetta af sér," segir Viðar Sigurbergsson, verkamaður hjá Vinnslustöðinni, spurður um viðbrögð við yfirtökutilboði Guðmundar Kristjánssonar í Brimi og bróður hans Hjálmars Kristjánssonar í hlutafé Vinnslustöðvarinnar. Viðar hóf störf hjá fyrirtækinu fyrir rúmum sex árum og segist hann hafa verið tengdur sjónum alla sína "hundstíð". Hann segir að sem fyrrverandi Akureyringur líti hann að sjálfsögðu til þess sem gerðist á Akureyri þegar þeir menn, sem nú séu að gera yfirtökutilboð í Vinnslustöðina, sölsuðu undir sig sjávarútveginn þar. "Mér fannst það alveg svakalega sorglegt hvernig þeir fóru að þessu þar og ég hef á þessu illan bifur," segir Viðar að lokum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar