70 ára afmæli Icelandair

Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson

70 ára afmæli Icelandair

Kaupa Í körfu

SJÖTÍU ár voru í gær liðin frá stofnun Flugfélags Akureyrar og fagnaði afkomandi þess fyrirtækis, Icelandair Group, tímamótunum m.a. með því að gefa Flugsafninu á Akureyri flugvél af gerðinni Stinson Reliant, eins og þá sem kom til Íslands fyrst 1944. Á hátíðarsamkomu í hádeginu í nýju húsnæði Flugsafnsins á Akureyrarflugvelli, þar sem afmælinu var fagnað, afhenti Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair Group, safninu einnig sjö milljóna króna rekstrarstyrk. MYNDATEXTI: Eitt stykki flugvél - Svanbjörn Sigurðsson, safnstjóri Flugsafnsins, Arngrímur Jóhannsson, stjórnarformaður safnsins, og Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair, við flugvélina, Stinson Reliant, sem fyrirtækið færði safninu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar