Einhverf börn

Einhverf börn

Kaupa Í körfu

Hjónin Karen Ralston og Olgeir Jón Þórisson eiga tvo drengi sem greindir hafa verið einhverfir. Þau hafa prófað sig áfram með breytt mataræði í þeirri von að geta hjálpað drengjunum. Sigrún Ásmundar spjallaði við þau og leitaði álits Evalds Sæmundsen, fötlunarsálfræðings á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins. Við eigum tvo syni sem hafa verið greindir einhverfir, en fjögur börn í heildina," hefur Olgeir mál sitt. "Elsti strákurinn er venjulegur," bætir hann við og gerir gæsalappir með fingrunum. "Eldri strákurinn okkar, Nikulás, sem var greindur einhverfur, fékk greiningu 1997. Það byrjaði út frá mjög seinkuðu tali og skrítnum þroska. Þegar hann var greindur '97, þá fjögurra ára gamall, var okkur sagt það uppi á Greiningarstöð að hann myndi væntanlega aldrei geta sett saman tvö orð til að mynda setningu." MYNDATEXTI: Heima - Arthur Bjarni, 6 ára, Karen Ralston, Nikulás Árni, 13 ára, og Olgeir Jón Þórisson.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar