Sungið í hlöðunni

Sigurður Sigmundsson

Sungið í hlöðunni

Kaupa Í körfu

Gnúpverjahreppur | Kálfarnir bauluðu undir og komu inn í lögin á viðeigandi stað þegar haldin var söngskemmtun í fjóshlöðunni í Þrándarholti í Gnúpverjahreppi. Hátt í 200 gestir nutu kvöldsins. Árni Johnsen alþingismaður kemur á hverju haust í Þrándarholt, í kringum réttirnar, og syngur með fjölskyldunni. Í fyrra átti hann leið með Þrándi Ingvarssyni bónda í fjóshlöðuna og hafði þá á orði að þar væri nú hægt að halda söngskemmtun, hljómburðurinn væri svo góður. Fékk hann fjölda góðra söngvara til liðs við sig og skemmtunin var haldin í fyrrakvöld. Sigurður Jónsson sveitarstjóri þakkaði Árna og söngvurunum með því að afhenda þeim hangikjötslæri, í stað blóma.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar