Samkeppniseftirlitið

Eyþór Árnason

Samkeppniseftirlitið

Kaupa Í körfu

SAMKEPPNISEFTIRLITIÐ gerði í gærmorgun leit í húsakynnum Mjólkursamsölunnar ehf., Auðhumlu svf. og Osta- og smjörsölunnar sf. Að sögn Páls Gunnars Pálssonar, forstjóra Samkeppniseftirlitsins, var um að ræða gagnaöflun í athugun sem miðar að því að ganga úr skugga um hvort þessir aðilar hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína. Magnús Ólafsson, aðstoðarforstjóri Mjólkursamsölunnar, segist gera ráð fyrir að ekkert muni koma út úr húsleit Samkeppniseftirlitsins sem geti skaðað fyrirtækið. Það lúti opinberri verðlagningu og öll viðskiptakjör þess séu gegnsæ.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar